Einstaklingsverkefni

Stillanlegur spennugjafi

Stillanlegur spennugjafi

Power supply

Hægt að stilla DC spennu frá 0V til 30V og straum frá 2mA til 3A. Nýtti hýsinguna af biluðum aflgjafa ásamt öryggi og rafmagnstengi.

Línueltir

Línueltir

Line follower

Lokaverkefni í Tölvuteikningu og framsetningu við Háskóla Íslands. Verkefnið gekk út á að búa til tiltölulega flókið "assembly". Gera átti smíðateikningar af íhlutum ásamt sprengimynd og ísómetrískum myndum. Allt gert í Autocad.

Arcade

Tölvuleikjahermir

Arcade Table

Hægt að spila alls kyns tölvuleiki. T.d. NES, SNES, Nintendo 64, MAME, Playstation 1, Dreamcast, o.fl.

Stýrismaskína

Stýrismaskína

Steering machine assembly

Sá um að hanna og setja saman nýja stýrismaskínu fyrir formúlubíl sem keppti við aðra háskóla á Silverstone brautinni í Bretlandi sumarið 2014. Fengum verðlaun fyrir að vera stigahæstu nýliðarnir.

Hönnunaforsendur: Rack and pinion
Geta fært pinion tannhjól til eða frá rack tannhjólum til þess að ná fullkomnu "meshing" af gírum.

Þrívíddarprentari

Þrívíddarprentari

3D Printer

Þrívíddarprentari sem ég setti saman úr kit-i. Bjó til kassa (e. enclosure) til þess að halda hita jöfnum. Heitt umhverfi hjálpar við prentun. Gerði fleiri endurbætur á prentaranum t.d. festing fyrir filament spólu, filter til þess að hreinsa filament, plexigler í hurð, fan shroud o.fl. Fyrsta mynd fengin að láni af netinu vegna þess að ég fann ekki betri mynd af mínum prentara. Slóð á mynd.

Meistaraverkefni

Meistaraverkefni

Master's project

Verkefnið gekk út að besta framleiðsluparametra fyrir (e. investment casting) eða (e. lost wax casting). Ég uppfærði 3D prentara með hitafleti (e. heated bed platform) ásamt öðrum uppbótum. Stillingar og parametrar fyrir 3D prentun vaxhluta voru bestaðir. Vaxhlutirnir voru húðaðir með keramik og sandi. Eftir að vaxið var brætt úr skelinni þá var hægt að hella fljótandi málm í skelina og framleiða flókna en tiltölulega nákvæma íhluti.

Sound of Vision

Sound of Vision

Vann að framleiðsluferli fyrir gerð gervieyra. Vann að verkferlum og framleiðslu á eyrum sem notuð voru í rannsóknum. Hjálpaði samstarfsfólki að leysa ýmis vandamál sem voru meðal annars tengd vélaverkfræðisviði.

Hópverkefni

BB-8

BB-8

Vélmenni

Lokaverkefni í Framleiðsluferli og Tölvustýrðum vélbúnaði í HÍ

Vorum 4 saman í hóp. Teiknuðum alla íhluti í Inventor. Reyndum fyrst að búa til "paper mache" kúlu en það misheppnaðist. Þá fundum við plastkúlu af gömlum ljósastaur. Fjarlægðum brúnina á stóru kúlunni og þrívíddarprentuðum lok á hana. Notuðum plast salatskál fyrir hausinn vegna þyngdartakmarka.
Myndband

Þrívíddarprentari

Þrívíddarprentari

3D Printer

Lokaverkefni í Örtölvu- og mælitækni í HÍ
Verkefni:
-Hanna og smíða rafrás sem verður hluti af heildarlausninni.
-Útbúa rafeindabúnað sem skynjar umhverfið og hefur áhrif á umhverfið útfrá því sem hann skynjaði

Vorum 3 saman í hóp. Teiknuðum alla íhluti í Inventor. Stálnaust beygði fyrir okkur rammann og VHE fræsti hina íhlutina úr áli og plasti.
Bjuggum til rafrásir til þess að keyra 4 stepper mótora, skynja endastopp með rofum og notuðum hitanema amplifier til þess að skynja hitastig við stútinn (e. extruder nozzle).

Þyrilsnælda

Þyrilsnælda með USB lyklum

Fidget Spinner USB

Lokaverkefni í Plastic Design við DTU
Vorum 4 saman í hóp. Ég sá um hönnun og úfærslu á hlutunum. Teiknaði allt í Inventor ásamt því að gera hermanir fyrir sprautuformun (e. injection moulding).

Mapim - GPS

Mapim - GPS merktar ljósmyndir

Map Image Marker - Geotagged photos

Lokaverkefni í Vefforritun við HÍ
Prófaðu vefinn hér: Mapim.
Verkefni:
Skila skal útfærslu á vef sem hefur útfærða bakenda- og framendavirkni. Nota skal þáhluti sem útfærðir hafa verið í öðrum verkefnum saman. Einnig skal skrifa stutta skýrslu um verkefnið og skila með.

Vorum 4 saman í hóp og bjuggum til vef þar sem hægt er að hlaða inn ljósmyndum sem eru "geotagged". Ef kveikt er á staðsetningu/GPS í snjallsíma er hægt að stilla myndavélaappið þannig að það skrái GPS-hnit í EXIF ljósmyndar.

Spjaldtölvuhaldari

Spjaldtölvuhaldari

Tablet holder

Lokaverkefni í Metallurgy, design and manufacturing of cast components við DTU
Verkefnið gekk út á að hanna og steypa síðan viðkomandi hlut úr áli og nota a.m.k. einn "core".
Vorum 5 saman í hóp. Ég hannaði haldarann í Inventor ásamt öllum hinum hlutunum sem voru þrívíddarprentaðir, t.d. Corebox sem sést á gif vera tekinn í sundur, gating system o.s.frv.

Húsbíll

Húsbíll

Camper van

Hjálpaði pabba sumarið 2018 að breyta Mercedes Benz Sprinter í húsbíl. Ég hjálpaði honum við ýmis verkefni. Ég fékk að sjá að mestu um rakerfið. Í bílnum er queen size rúm, vaskur, 12V vatnsdæla, 12V ísskápur, gasbrennarar, gashitari, gasnemar, sólarsellur, sjónvarp, sjónvarpsloftnet, tveir 12V 120Ah gelgeymar o.fl.
Ég skipulagði rafkerfið með því að teikna bílinn gróflega á pappa og stinga marglitum vírum milli tengipunkta, öryggisboxsins, rafhlaðna o.s.frv.

Þrif-vélmenni

Þrif-vélmenni

Robotics Project

Lokaverkefni í Robotics kúrs í DTU.
Vorum 2 saman í hóp. Verkefnalýsing:
The purpose of this project is to study a real robot and apply the knowledge gained from this course to solve real life problems with the Alto Robot. The Alto Robot is a cleaning robot sold by the Ramsta Robotics Company. The robot uses a water jet to clean livestock buildings and containers.
Forrituðum PID stýringu, fundum hreyfijöfnur, reiknuðum; hraða, hröðun, vægi, hverfitregðu og fleiri stærðir.

Veltistöng

Veltistöng

Anti-roll bar

Lokaverkefni í Tölvuvæddri greiningu.
Vorum 2 saman í hóp. Verkefnið snerist út á að greina hluti með hjálp Ansys. Við greindum hlut sem nota átti í formúlubíl Team Spark. Með gefið efni átti að finna minnstu leyfilegu veggþykkt á veltistönginni ásamt því að finna hvar mesta álag á sér stað.

Menntun



 illustrator - icon

Menntaskólinn í Reykjavík

Eðlisfræðibraut II


 photoshop - icon

Háskóli Íslands

BSc Vélaverkfræði


 Premier - icon

Danmarks Tekniske Universitet

MSc Vélaverkfræði

Störf


 illustrator - icon

Tjaldsvæði Grindavíkur

Tjaldsvæðavörður


 illustrator - icon

Marel

Framleiðsla


 illustrator - icon

Háskóli Íslands

Aðstoðarkennari


 illustrator - icon

Sound of Vision

Hönnun/Framleiðsla


 illustrator - icon

Kaffitár

Verkstæði

Sverrir Karl Björnsson

866-2465

sverrirkarlb@gmail.com